Sunday, May 16, 2010

átfitt dagsins

Jæja þá er bara seinasta prófið mitt á morgun og svo útskrift á föstudaginn, víjjjj:) ég er búin að fá gullfallegann útskriftarkjól - fjólublár maxi kjóll með túrkísblómamystri. Hann er fullkominn, nema aðeins of stór en það er verið að þrengja hann fyrir mig :) Set inn myndir eftir útskriftina. Og já btw keypti ég hann á 3.hæðinni í kringlunni á 6000 kall! Ég finn svo oft eitthvað þar á pínu pening. Það eru líka oft sömu fötin þar og í öðrum búðum í kringlunni nema muuun ódýrari ! Sá kjól þar um daginn á 8000 kr og sá nákvæmlega sama kjól á 15.000 í annarri búð.

En allavega hér er átfittið sem ég klæddist í dag (afsakið hræðileg gæði, myndavélin mín er eldgömul og hræðileg, er að vinna í að kaupa nýja sem fyrst!) :








Mussa: Vintage á laugarveginum (búðin er reyndar hætt núna), ég féll algjörlega fyrir þessari. Elska litina í mynstrinu og axlirnar eru eitt fallegasta detail á flík sem ég á! Ég sný henni reyndar alltaf öfugt, mér finnst framhliðin aðeins of skrautleg, en fullkomið bakskraut.
Skór: H&M (elska þessa skó!)
Stuttbuxur: Zara

-StarB


2 comments: