Monday, February 7, 2011

08.02.11

Ég átti ágæta helgi. Fór á FORD keppnina á föstudaginn og skemmti mér mjög vel. Er nokkuð ánægð með úrslitin. Hefði samt viljað sjá Kolfinnu vinna þetta, en 2.sætið er nú ekki slæmt.
Myndavélin mín er ónýt. Sem virkilega sökkar. Ætlaði að vera duglegri að taka myndir en nei.
Ég er að fara til Danmerkur eftir 3 vikur. Á engann pening en ætla samt að reyna versla eitthvað.
Myndaþátturinn sem ég gerði fyrir Nude magazine með Helga Ómars kemur sennilega í næsta tölublaði. En VÁ hvað Black Swan myndirnar eru yndislega flottar. Endilega tékkið á því.
Update: Myndirnar koma ekki í nude magazine en verða birtar hér innan skamms!
Ég missti næstum andann þegar ég sá þessa. FAAAAAAAAB.
Nýju BIG ASS eyrnalokkarnir mínir sem ég keypti í Topshop. Ekki möguleiki að vera með þá heilt kvöld. Ekki ef þú villt halda eyrunum, því þeir eru mjööög þungir. En totally fab.

-StarB

No comments:

Post a Comment