Ég hef það á tilfinningunni að 2011 verði gott ár. Er byrjuð að vinna í Alllsaints sem er æði, er að fara til Danmerkur að hitta mína bestu vinkonu eftir mánuð, fer á Hróaskeldu og er búin að stílisera tvær myndatökur á þessu ári þótt ekki sé mikið búið af árinu. MEGA.
Ég ætla að reyna vera duglegri að blogga. Er alveg hræðilega léleg. Sorry með mig.
Ég var að stílisera myndatöku fyrir NUDE magazine um daginn sem var ótrúlega gaman. Bjútíið hann Helgi Ómarsson tók myndirnar og við vorum með fullt af flottum módelum. Blaðið kemur út mjög fljótlega.
Á sunnudaginn stíliseraði ég svo aðra myndatöku með Katrínu Braga ljósmyndara sem tókst ótrúlega vel! Myndirnar koma á næstu dögum.
Nokkrar behind the sceen myndir:

Bryndís er mögulega aðeins hávaxnari en ég og Katrín.

Ég og Katrín baby.

Kolfinna mega fierce.

Snædís, Jóhanna og Helgi að skoða myndir.

Helgi á gólfinu. Haha.

Krúið í góðum fíling!
-StarB