Monday, May 31, 2010

finnst þessi geeeeeeeeðveikur ! Er svoldið mikið að spá í að splæsa í hann! bara búin að sjá svona boli oft á stelpum á lookbook og chictopia en aldrei rekist á þá á netinu fyrr en núna. Finnst hann svo cute eitthvað.

www.shopnastygal.com

Hvað finnst ykkur? Hot or Not??????

minni aftur á formspring. www.formspring.me/starbblog

-StarB

Sunday, May 30, 2010

random myndir

Afsakið blogg-leysið elsku börn, ég er búin að vera í Vestmanneyjum í sveitasælunni alla helgina. Horfði á Eurovision , fór í sund og fór að spranga (eða allavega reyndi það, það tókst ekki hjá mér). Er fúl yfir úrslitunum í Eurovision! fannst við eiga að vinna reyndar þótt mér finnist þetta hundleiðilegt lag haha. En Þýska lagið var mjög flott - verðskuldaður sigur.

Nokkrar myndir frá Miklatúns badminton - bjór sessioni og Vestmanneyjum:



finnst þetta fyndin mynd - einhver á leiðinni í kollhnís og ég náði mynd rétt áður en það gerðist.


Stuttbuxur úr Zöru og vintage síð peysa úr kolaportinu

kærastinn minn að þykjast vera hreindýr

suuuuumaaaaaaaaar


Skemmtilegt ský. Snéri reyndar myndinni við hehe.



og já er búin að breyta þannig núna er líka hægt að kommenta nafnlaust- eða s.s þú þarft ekki að vera með google eða neitt svoleiðis þannig hver sem er getur kommentað núna :) Það er svo gaman að fá komment XOXO

-StarB

Wednesday, May 26, 2010

ó sumar ég elska þig

Ég er alveg að dýrka þetta frábæra veður sem Ísland er að bjóða uppá þessa dagana. Ég byrja ekki að vinna fyrr en í næstu viku þannig ég er bara að njóta lífsins og spóka mig um í sólinni eins og flestir aðrir íslendingar.

Ég ákvað að fara í fallegann sumarkjól í dag í tilefni veðursins :)





Kjóll: PoP London - Gyllti kötturinn
faux leðurjakki: H&M
Sólgleraugu: Primark
Spöng: Maríur - íslensk hönnun
Hálsmen: Morellato (eignaðist loksins fallegann skartgrip frá þessu merki, elska þetta merki, stúdentagjöf frá langömmu minni)

-StarB

p.s minni ykkur á formspring síðuna mína þar sem þið getið spurt mig að hverju sem er :) www.forspring.me/starbblog

cute cute cute

Fann þessa mynd einhverstaðar - finnst hún æði!



-StarB

Monday, May 24, 2010

útskrift

Fékk loksins myndirnar úr útskriftinni minni þannig þið getið séð fallega kjólinn minn :) víjjj langar að vera í honum á hverjum degi. XOXO







Kjóll: markaðstorg kringlunnar (JÁ!)
Faux Pels: Karen Millen
Eyrnalokkar: Accessorize
Armband: Keypt á götumarkaði í Istanbul - Tyrklandi

-StarB

Saturday, May 22, 2010

nude leopard

Ég útskrifaðist í gær, veislan var æðisleg, maturinn frábær, æðislegir gestir og geðveikar gjafir ! Fékk t.d. nýja myndavél (LOKSINS) frá yndislega kærastanum mínum og tengdaforeldrum, bleik og flott ! Get loksins tekið fallegar myndir víjjj:) Hér eru nokkrar myndir af nýju vélinni:


Já fjölskyldan mín og vinir þekkja mig sko vel, engar orðabækur bara tískubækur og hvítvín! Love it!




Fékk þennan yndislega fallega hring frá tveim bestu vinkonum mínum. Sést ekki alveg nógu vel á myndinni en hann er geðveikur!


Sumar og sól í hjarta.
Kjóll/Pils: Spútnik (er pils, notað sem kjóll)
Skór: Gyllti kötturinn/vintage
Hringur: Uppsteyt - Íslensk hönnun
Leðurvesti: Primark
Naglalakk: Depend Nude litur

-StarB

Thursday, May 20, 2010

snemma beygist krókurinn

Ég fann fullt af gömlum myndum um daginn sem voru búnar að liggja ofaní skúffu í einhver ár, það er svo gaman að skoða svona, maður fær alveg nostalgíukast ! Ég var sko snemma byrjuð að klæða mig eftir mínu eigin höfði og farin að pjattrófast eitthvað.

Ég man að ég var alltaf í hálftíma á kvöldin að ákveða í hverju ég ætlaði í skólann daginn eftir þegar ég var bara 6 ára ! hehehe...



Að setja make-up á dúkkuna mína í killer jumpsuit !



4 ára í prinsessukjól


6 ára í galakjól og bikerboots - that's me ! Þetta eru geðveik stígvél! vildi að ég ætti þau ennþá í dag í minni stærð.

Denim on Denim og sokkar, kannski bara 15 árum á undan tískunni? hehehe

háhælaðir strigaskór - það var málamiðlun hjá mér og mömmu.

Gaman að þessu ! ;) Jæja svo bara útskrift á morgun - set myndir um helgina :) Góða helgi elsku fallega fólk XOXO

p.s minni á facebookið mittt : http://www.facebook.com/starb.blog?ref=ts

p.s 2 er mesta hermikráka í heimi og bjó til formspring: www.formspring.me/starbblog - spurjið að hverju sem er :)

-StarB

Wednesday, May 19, 2010

Miu Miu DIY

Jæja þá er fallegi Miu Miu DIY bolurinn minn TILBÚINN :D ég er ekkert smá ánægð með útkomuna ! Reyndar smá smáatriði sem mætti vera betri en æfingin skapar meistarann! Þetta var nú í fyrsta skipti á ævi minni sem ég geri svona sjálf þannig ég er sátt !

Það var mjög ódýrt að gera þetta. Ég fékk 3 hvíta boli saman á 1700 kall í rúmfatalagernum. Fataliturinn kostaði um 800 kall, og fatalímið 900 kall. Veit ekki alveg hvað semelíusteinar kosta því ég átti þá fyrir. Svo auðvitað kláraði ég ekki næstum því allann litinn og á endalaust eftir af líminu og slatta af steinum þannig það er alveg efni í marga boli eftir :) Í heildina kostaði sennilega undir 800 kalli einn svona bolur í gerð , ekki slæmt !

Það sem þú þarft:

1.Bol eða kjól eða hvaða flík sem þú villt nota.
2. Karton (betra að hafa þykkann pappír en venjulegann)
3.Fatamálningu (ég notaði málningu sem heitir DEKA)
4.Semelíusteina
5.fatalím
6.góðann dúkahníf
6.TÍMA


ég prentaði út svölurnar á þykkann pappír


Svo sker maður út svölurnar , betra að geyma svölurnar sem þú skerð út því þá geturu sett þær á bolinn og séð hvar þú villt setja næstu :)

Bolirnir sem ég keypti.

Svo bara byrja mála! =)

og halda áfraaaaaaaaaaaaaaam

Reddý!

Svo bara líma steinana á, þeir eru miklu fallegri í alvuru en á mynd, sérstaklega í hræðilegu myndavélinni minni!
Svo klippti ég bara hálsmálið af bolnum og þá er hann tilbúinn :D Passið samt að klippa bara mjög lítið því gatið stækkar mjög auðveldlega !




Gangi ykkur vel :D

-StarB

Kate moss

oooo nýja línan frá Kate Moss fyrir Topshop er komin ! margt fallegt en þessi kragi er fallegastur, ætla eignast hann. Pastel, fjaðrir looove .

p.s Miu Miu bolurinn er ready ! myndir í kvöld eða morgun.

-StarB

Monday, May 17, 2010

Sá svona sniðugt hjá Svartáhvítu og ákvað að stela þessu frá þeim :)


Þrjú nöfn sem ég er kölluð:
Stella , Stellfríður, StarB


Þrír staðir sem ég hef búið á:
Reykjavík,Akranes, París (I WISH)


Þrír uppáhalds drykkir:
KÓK, hvítvín, Mojito


Þrjú uppáhalds lög:
Would? - Alice in chains
That thing - Lauryn Hill
Add this song - GusGus
(miikkluuuuu fleiri, á of mörg uppahaldslög, en fæ ALDREI ógeð af þessum, sama hvað!)


Þrír sjónvarpsþættir sem ég horfi á:
Americas next top model ( er ég ein sem er ennþá að horfa á þessa þætti??), Despó, Gossip girl


Þrír staðir sem ég hef farið til:
London, Kaupmannahöfn, Mallorca


Þrír staðir sem mig langar að heimsækja:
NEW YORK, París, Japan


Styleicon:
Svala Björgvins, Jen Brill, Lady Gaga, Olsen Twins, Rumi Neely - gat ekki valið bara 3 haha


Þrjár uppáhalds förðunarvörur:
H&M sólarpúður, Lady Gaga for MAC varaliturinn minn, Maybelline color sensation varaliturinn minn (ambre rose nr.112) eeelska varaliti


Þrír hlutir sem ég hlakka til:
Útskriftin mín á föstudaginn! :D
London College of fashion námskeið í september !
tvítugs afmælið mitt 21.júní.

Jæja nú þekkið þið mig kannski örlítið betur:) En já allavega ég og svartáhvítu erum algjörlega í sömu hugleiðingum þessa dagana. Ég fór í föndurbúð í dag og keypti fatamálningu,pensla,lím og fleira gotterí og svo keypti ég þrjá basic hvíta oversized T boli sem ég ætla að reyna gera mega flotta með svölum og semelíusteinum. Við skulum sjá hvernig þetta endar, hef aldrei gert svona. Set inn myndir ef þetta heppnast - ef ekki gleymum við því að ég hafi ætlað að gera þetta hehe. Hlakka samt til að prófa !!

Svona að lokum, átfittið mitt í dag:



Peysa: Sonia Rykiel - H&M
Hattur: Primark
Hareem Buxur: Sparkz

-StarB

Sunday, May 16, 2010

átfitt dagsins

Jæja þá er bara seinasta prófið mitt á morgun og svo útskrift á föstudaginn, víjjjj:) ég er búin að fá gullfallegann útskriftarkjól - fjólublár maxi kjóll með túrkísblómamystri. Hann er fullkominn, nema aðeins of stór en það er verið að þrengja hann fyrir mig :) Set inn myndir eftir útskriftina. Og já btw keypti ég hann á 3.hæðinni í kringlunni á 6000 kall! Ég finn svo oft eitthvað þar á pínu pening. Það eru líka oft sömu fötin þar og í öðrum búðum í kringlunni nema muuun ódýrari ! Sá kjól þar um daginn á 8000 kr og sá nákvæmlega sama kjól á 15.000 í annarri búð.

En allavega hér er átfittið sem ég klæddist í dag (afsakið hræðileg gæði, myndavélin mín er eldgömul og hræðileg, er að vinna í að kaupa nýja sem fyrst!) :








Mussa: Vintage á laugarveginum (búðin er reyndar hætt núna), ég féll algjörlega fyrir þessari. Elska litina í mynstrinu og axlirnar eru eitt fallegasta detail á flík sem ég á! Ég sný henni reyndar alltaf öfugt, mér finnst framhliðin aðeins of skrautleg, en fullkomið bakskraut.
Skór: H&M (elska þessa skó!)
Stuttbuxur: Zara

-StarB


Saturday, May 15, 2010

blue lagoon

Ég og minn elskulegi kærasti eigum 2 ára afmæli í dag og fórum af því tilefni í bláa lónið og út að borða , yndislegur dagur með yndislegum manni.

í uppáhalds pelsinum mínum sem keypti á 50% afslætti í Hagkaup!!! Ég er alltaf svo sniðug að finna svona hluti á ótrúlegustu stöðum. Það getur líka verið erfitt fyrir mig að finna flotta feldi þar sem ég er grænmetisæta og vill bara faux. En þessi er æði og ekki ekta. luuuuv him



window shopping í KronKron - geðveeeeeikir skór !

langaríííí

Hjá lóninu



Armband sem ég fékk í Rokk og Rósum


Andri og Móna Lísa. Hann er í bol úr Dogma.

Bola-ponsjóið sem ég fékk í rauða krossinum á 900 kall. Er svo ástfaginn af þessum bol ! Hringur: Dolce and Gabbana

Nýju uppáhaldsskórnir mínir ! Er búin að vera leita af skóm með svona breiðum hæl og fann þessa sem eru fullkomnir.. og auðvitað fann ég þá í hjálræðishernum á 1000 kall!
Brúðkaupsmynd af mér og Andra - erum reyndar ekki gift í alvuru, ég var bara brúðarmódel. Elska samt þessa mynd og elska þennann strák!

-StarB



Remove Formatting from selection