Sunday, June 27, 2010

crown

Varð alveg ofboðslega skotin í þessu head-písi sem Carrie var með í SATC 3. Ekkert smá fallegt. Langarííí! Kostar 50.000 kall á patriciafield.com! Sem þýðir að ég mun ekki eignast það. Bömmer.
-StarB

Tuesday, June 22, 2010

Katrín+Dýrfinna+Svandís+Stella

Myndirnar eru komnar. víjj. Er svo yfir mig ástfangin af þessum myndum. Við munum pottþétt vinna aftur saman þetta var svo gaman ! Myndirnar verða ekki birtar í nude magazine. Sigarettur og nekt eiga ekki heima þar. hehe.

Setti svoldið margar myndir, bara gat ekki valið á milli!

Ljósmyndari: Katrín Braga - bloggið hennar Katrínar HÉR
Styling: Stella Björt (ég)
Módel: Dýrfinna Benita
Make-up: Svandís Bergmann

Fötin eru frá Nostalgíu, rokk og rósum og í einkaeign.

-StarB

Monday, June 21, 2010

tvítug !

Ég er LOKSINS orðin tvítug ! woohoo fór í ríkið í dag og keypti mér hvítvín alveg sjálf ! :D Svo í kvöld er leiðinni haldið í Heiðmörk þar sem verður grillað og drukkið fram á nótt. Perfect. Fékk geðveikann bleikann Zippo kveikjara frá kærastanum mínum í afmælisgjöf. Er ástfangin af honum, og ekki er verra að það stendur Princess á honum. Hann þekkir mig svo vel !

Myndirnar úr myndatökunni eru væntanlegar sem fyrst. Þær verða kaaannnski kannski birtar í NUDE magazine þannig þá koma þær ekki strax :)

Afmælisoutfittið sem ég var í í dag:


Skyrta: Kolaportið
Pils:Kolaportið
Skór: Hjálpræðisherinn.

btw: fékk pilsið og skyrtuna saman á 500 kall ! Hætt að versla í búðum og ætla bara að versla í Kolaportinu, hjálpræðishernum og rauða krossinum hér eftir ! LOVE IT.

-StarB

Thursday, June 17, 2010

á bakvið tjöldin

Í gær var ég að stílisera TRYLLTA myndatöku! Katrín Braga snillingur tók myndirnar , Dýrfinna Benita var módelið (sjúúkt módel!) og Svandís Bergmann sá um awesome make-up! Þetta gekk eins og í sögu og við vorum að frá 3 um daginn til 2 um nóttina , þetta var svo gaman! Tók nokkrar myndir en þegar hvítvínið bættist í hópinn gleymdist alveg að taka myndir. Nema auðvitað módel myndirnar hehehhe.

Myndirnar koma vonandi á mánudaginn! Stay tuned!

Vill nýta tækifærið til að segja takk fyrir frábæra töku stelpur ! Þið eruð ÆÐI!


Ég fersk.


Ég og Katrín baby

chillin on the street


Katrín gerir hvað sem er til að fá fullkomna mynd , þess vegna elska ég hana sem ljósmyndara !

MAKE UP
SHOES

Fööööööööööt

CRAZY SHOES


Workin it !

-StarB
j

Tuesday, June 15, 2010

I love fake

myndir úr nyjasta I love fake - LOVE IT. Spes og töff og ögrandi og fullkomið. P.s Saga sig er í þessi blaði. Tékk it out.

Myndataka á morgun. Víjjj. Behind the Scenes myndir á morgun !

-StarB

Sunday, June 13, 2010

boohoo love

Ég finn alltaf svo margt fallegt á boohoo.com eins mikið og ég get ekki og mun ekki venjast þessi hræðilega nafni þá eru fötin og skórnir algjört bjútí. Nokkrir hlutir sem mig langar að eignast:


Feather maxi kjóll

langar svoo í þessa!


þessir eru geðveikir - svoldið mikið ripoff af topshop skónum en who cares ! Þessir eru miiiiklu ódýrari en topshop skórnir.

Fallegur hringur - minnir mig á blómið á LOLA ilmvatninu frá Marc Jacobs

elska fallegt bak á kjólum.

þetta verð ég eingast. Lace maxi skirt.. NICE

clogs.

HOT

-StarB

Friday, June 11, 2010

lovely ray-ban

Ætlaði að kaupa þessi fullkomnu Vintage Ray-Ban gleruaugu á 3000 kall! Komin með kreditkortið og allt orðið reddy..... en nei þá kemur að þeir senda ekki til Íslands í augnablikinu!! AAAAAAARG ! Farin að grenja mig í svefn bless...

-StarB

Thursday, June 10, 2010

Katrín Braga

Það er ekki mikið að gerast hjá mér þessa dagana, vinna á daginn, vinna á kvöldin og vinna um helgar ! já það verður sko verslað í London í september ! Búin að borga námskeiðið að fullu (LOKSINS) og þá er bara að byrja safna gjaldeyri.

Í næstu viku ætla ég loksins að fara mynda tískuþátt með Katrínu Braga snilldar ljósmyndara. Hlakka til víjjj. Stay tuuuuned!

Hérna eru nokkrar fallegar myndir eftir Katrínu:


Brynja ofurmódel
Stunning..

Mynd úr tískuþætti sem ég stíliseraði fyrir Rokk og Rósir.

töffari

elska allt við þessa mynd!


Svo falleg mynd !

Minni á formspring.me/starbblog !

-StarB