Monday, September 20, 2010

New shoes

Gráir skór: H&M - London
Bleikir skór: Vintage Marc Jacobs - London

24 dagar í Kaupmannahöfn - Þá verður sko verslað! H&M, Gina Tricot, Monki.... ahhhhh. Get ekki beðið!!

-StarB

Monday, September 13, 2010

New stuff

Hér er smá brotabrot af því sem ég keypti úti:


Khaki Wedges. Elska þá. Mega þæginlegir og flottir. 6 pund takk fyrir!!! Og þessvegna elskum við Primark.


Nokkur ný naglalökk. Glært Hello Kitty naglalakk. Fölbleikt OPI. Kóngablátt úr H&M og mintugrænt Gosh (Miss Minty) Fann LOKSINS hið fullkomna mintugræna naglalakk! LOVE IT.

Skartgripa-hrærigrauturinn minn. Wang-Knock offs: nasty gal. Túrkís hálsmen: Primark. Tribal hringur: H&M. "Chanel" hálsmen: Handgert - Keypt í Camden.
Vintage Christian Dior jakki sem ég fann í Beyond Retro. Love it. Smá blettir í honum en það er ekkert sem góður blettahreinsir getur ekki lagað. Hann virðist vera allur utí blettum á þessari mynd en það sést nánast ekkert á honum. Léleg mynd.

More to come! Lots of love.

-StarB

Sunday, September 12, 2010

I miss London...

Jæja þá er ég komin heim. Mig langar ekkert að vera komin heim, vill helst vera í London alltaf! Elska þessa borg og er að plana að flytja þangað (vonandi!!).

Þessi ferð var bara hreint æðisleg og skólinn var æði. Var með frábæran kennara sem er búin að vera stílisti í 20 ár og hún veit sko alveg hvað hún syngur! Lærði mikið af þessu og þetta var ógeðslega gaman!

Ég verslaði A LOOOOOT. Á eftir að taka myndir af öllum fínu fötunum og skónum. Kemur á næstu dögum. H&M var klárlega búð ferðarinnar. Verslaði langmest þar. Primark var frekar mikil vonbrigði miðað við seinast þegar ég var í London. Fann nokkra mega vintage-finds. Verslaði ekkert af því sem ég var búin að plana að kaupa mér en fullt af öðru fallegu.

Fór í bláa lónið í dag með pjattrófunum. Fengum þörunga-maska. Volcano maska. Engiferskot. Heilsudrykki og frábæran hádegismat. Æðislegur dagur.

Ein góð frá London. Verslaði smá í Primark haha.
Faux Fur: New Look
Stuttbuxur: H&M
Sokkabuxur: H&M
Lots of love.

-StarB