Saturday, August 28, 2010

Fallegir hlutir

Hér eru nokkrir hlutir sem ég vonast til að endi ofaní poka hjá mér eftir 2 daga:

Cheap Monday skyrta - Urban outfitters
Kápa - Primark
Leopard hareem buxur - River Island
sætir og gulir - River Island
Finnst hællinn á þessum geðveikur og liturinn lika - River Island
Niiiiiice - River Island
Finnst þessar kúl - Topshop
Endalaust fallegir skór sem ég verð að eignast! - Topshop
Flott og kósý - Topshop
Smá Rihanna fílíngur í þessu - Topshop
Hin fullkomna faux fur leopard kápa! - Topshop
Faux fur kragi sem ég myndi nota endalaust- Topshop
geeeeðveikur litur! - Topshop

Nú er spennan alveg í hámarki ! Þetta er sennilega seinasta bloggið áður en ég fer út. Ég ætla reyna að vera dugleg að blogga úti. Hafið það gott!

-StarB

Wednesday, August 25, 2010

problem solved!

Ég á ALLTOF mikið af fötum. Fataskápurinn minn var hreinlega að hrynja í sundur. Bókstaflega. Ein hurðin er dottin af og allar skúffurnar ónýtar. Eeeeeeen ég fór í rúmfatalagerinn í dag og keypti fataslá. Hún kostaði mig aðeins 2.300 kall! Vandamál mín eru leyst...í bili. Það er allt troðfullt núna og ég er að fara til London eftir viku og Köben eftir mánuð! Þarf þá sennilega aðra fataslá. haha.

Eyddi öllum deginum og kvöldinu í að taka til og raða og gera herbergið mitt fínt og kósy. Alltaf gott að hafa fínt í kringum sig :) Vona að þið hafið átt gott kvöld elsku dúllurnar mínar.

Eitthvað af bókunum mínum.
Elskulega fatasláin!

-StarB

Monday, August 23, 2010

til sölu!

Fékk þessi Alexander Wang knock-offs sólgleraugu send í póstinum um daginn. Þau eru geðsjúk. En auðvitað lít ég út eins og fááááviti með þau:( Þessvegna hef ég ákveðið að selja þau. Ætla að selja þau bara á því verði sem ég keypti þau á. Þau kostuðu 5000 kr. með sendingarkostnaði og tolli. Ég keypti þau á shopnastygal.com. Ef þið hafið áhuga sendið þá mail á : stella_bjort@hotmail.com. Fyrstur kemur , fyrstur fær !

Annars er ég í íbúðar hugleiðingum. Loksins að fara flytja af hótel mömmu. Ég er orðin svo spennt að innrétta að ég er að fara yfirum! Fór í góða hirðinn í dag og keypti fullt af skemmtilegum bókum sem ég ætla að hafa í fallegum antík bókaskáp (meðleigendum mínum til mæðu).
Ég fékk t.d. Ævisögu Elizabeth Taylor, Ævisögu Madonnu, Ensk-Latnesk orðabók, Dönsk-Ítölsk orðabók, og fallega myndabók sem heitir Biblían í myndum. Þessar og fleiri fékk ég saman á 1250 kall! Elska góða hirðirinn! Svo þarf ég bara að finna fullkomna bókahillu og halda bókakaupum mínum áfram!
-StarB

Friday, August 20, 2010

girls night out

Ég fór út að borða á vegamót í gærkvöldi með nokkrum skvísum úr vinnunni. Smakkaði besta kokteil ever og skemmti mér konunglega. Svo var leiðinni haldið í smá party til Heklu og svo í bæinn. Gotta love girls night out.

Og já þið munið kannski eftir því að ég var að væla yfir að kjóllinn sem ég ætlaði að panta mér á netinu var uppseldur. Fann alveg eins kjól ! Wohoo elska hann meira en allt. Fullkominn.

Fallegu skórnir hennar Ásdísar. Úr Topshop.
Ásdís skvísa í cape sem hún gerði sjálf. ógeeeeðslega flott. Kjóll úr Topshop og Ray Ban sólgeraugu.

My pretty dress! Ég ákvað að vera pínu goth for the day. haha. (hryllilega mynd af mér!)
Hindberja-kókos mojito. OMG.
Mega flass í gangi.
Stelpurnar.
Ég og Hekla orðnar hressar.

-StarB

Monday, August 16, 2010

I love you primark



Elsku Primark. Ég elska þig. Það eru bara 16 dagar í mig. Hlakka til að sjá þig. Ástarkveðjur Stella Björt.

-StarB

Monday, August 9, 2010

three new dresses

Er að reyna eins og ég get að versla ekkert þangað til ég fer til London (sem er eftir 23 daga!) en maður verður alltaf að leyfa sér pínu smá :) :)

3 Nýjir kjólar úr Rokk og Rósir:

Elska þetta munstur
Svoldið ömmulegur en kjút!
Fékk þennan í afmælisgjöf - Líka úr Rokk og Rósir.

Krumpaður - ég veit ! á eftir að draga fram straujárnið!
varð svo yfir mig ástfangin af þessum kjól! vávává hvað ég elska hann!! Stuttur að framan með gegnsæju efni að aftan. LOVE. Veit bara ekki alveg við hvaða tilefni ég á að nota hann. En það verður einn daginn!
Þesssi samfesingur var til sýnis í glugganum á hjálpræðishernum. Ég labbaði beint inn og keypti hann án þess að máta. Enda var hann merktur mér. Beautiful.

Mynd sem var tekin einhverntíman fyrir stuttu.
Þjóðhátiðar-átfittið híhí. Mamma besta keypti þessi awesome bleiku uppreimdu stígvél þannig það rættist úr þessu hjá mér. Ég vill meina að ég hafi verið ágætlega fashionble miðað við aðstæður!!

Takk allir sem lesa - Þið eruð æði!!! Minni á að fylgjast með pjattrófunum líka :) :)

-StarB

Saturday, August 7, 2010

GAYPRIDE


HAPPY GAYPRIDE EVERYONE! <3

-StarB

Friday, August 6, 2010

Chiara

Æjj þessi gella fer eitthvað svo í mig. Mér finnst hún ekkert mega smart. Bara ósköp venjuleg stelpa sem á mikið af merkjavörum sem við hin höfum ekki efni á. Eina sem hún gerir er að fara í venjuleg föt og bætir svo á sig Chanel tösku eða Miu Miu hælum.

Alls ekki ósmekkleg stelpa ..bara of venjuleg miðað við hvað hún er frægur bloggari.


Alexander McQueen klútur, Balenciaga taska



Prada hælar
YSL bolur. Alexander Wang taska. Chanel gleraugu
Chanel taska. Miu Miu hælar
Alexander McQueen clutch.

Er ég kannski bara bitur útí að eiga ekki þessi föt?? Eða er ég ekki ein um að finnast þetta?

-StarB

Monday, August 2, 2010

drauma outfit

Þjóðhátið var svo geðveik að ég hef engin orð yfir það. Er farin að telja niður í næstu! Set inn myndir þegar ég drullast með flottu bónus myndavélarnar í framköllun.

Smá Drauma átfitt:



Peysa: Alexander Wang. Buxur: Balmain. Skór: Jeffrey Campbell. Varalitur: Chanel
Skór: Giuseppe Zanotti. (SJÚKIR). Stuttbuxur: Topshop. Korsett: Topshop. Varalitur: Blackbird


Ok seriously - hversu smart væri ég ef ég bara ætti alla peninga veraldar??????? Jæja maður má láta sig dreyma !

-StarB