Jakki: Ég á hann og keypti hann í Rauða krossinum á 2000 kall fyrir nokkrum árum. Elska hann! Skór: Kaupfélagið Kjóll/bolur:H&M, Stuttbuxur: Levis - kolaportið, Skór:H&M, Jakki: Original
Margt spennandi í gangi þessa helgi, útskrift, tónleikar og fínerí. Verst með þetta bévítans veður!
Þá er ég loksins flutt að heiman. Í draumhverfið 101 Reykjavík. Mikið finnst mér gaman að búa í miðbænum. Hallgrímskirkja er samt að gera mig geðveika, KORTERS fresti takk fyrir. Ekki vel séð á morgnana en það venst - vonandi.
Nokkrar myndir:
Marilyn Skó-bókahilla og fallega veggfóðrið mitt.
Er svo yfir mig ástfangin af þessum sófa. Fékk hann á 4000 kr. í Góða hirðinum. FULLKOMINN. Svo spes á litinn.
Já ég nenni bara aaaalls ekki að blogga um þessa djöfulsins Lanvin línu. Enda ekki þörf á. Hver einasta bloggari búinn að því.
Ég er nokkuð viss um að það sé brjáluð múgæsing í gangi. Einhver byrjar að segja að hún sé ljót og þá finnst öllum það. Mér finnst hún alls ekki það slæm. Nema skórnir eru ekki flottir. En hún er alltof dýr samt sem áður.
Myndatakan á föstudaginn gekk ógeðslega vel fyrir sig enda bara frábært fólk sem ég var að vinna með! Hlakka svo til að geta sýnt ykkur myndirnar!
Ég verð alveg óð þegar ég skoða nasty gal. Mig langar alltaf í ALLT á þessari síðu. Þetta eru svo algjörlega my kind of stuff. Verst að ég er ekki miljónamæringur. Ef ég væri það myndi ég kaupa: