Wednesday, May 19, 2010

Miu Miu DIY

Jæja þá er fallegi Miu Miu DIY bolurinn minn TILBÚINN :D ég er ekkert smá ánægð með útkomuna ! Reyndar smá smáatriði sem mætti vera betri en æfingin skapar meistarann! Þetta var nú í fyrsta skipti á ævi minni sem ég geri svona sjálf þannig ég er sátt !

Það var mjög ódýrt að gera þetta. Ég fékk 3 hvíta boli saman á 1700 kall í rúmfatalagernum. Fataliturinn kostaði um 800 kall, og fatalímið 900 kall. Veit ekki alveg hvað semelíusteinar kosta því ég átti þá fyrir. Svo auðvitað kláraði ég ekki næstum því allann litinn og á endalaust eftir af líminu og slatta af steinum þannig það er alveg efni í marga boli eftir :) Í heildina kostaði sennilega undir 800 kalli einn svona bolur í gerð , ekki slæmt !

Það sem þú þarft:

1.Bol eða kjól eða hvaða flík sem þú villt nota.
2. Karton (betra að hafa þykkann pappír en venjulegann)
3.Fatamálningu (ég notaði málningu sem heitir DEKA)
4.Semelíusteina
5.fatalím
6.góðann dúkahníf
6.TÍMA


ég prentaði út svölurnar á þykkann pappír


Svo sker maður út svölurnar , betra að geyma svölurnar sem þú skerð út því þá geturu sett þær á bolinn og séð hvar þú villt setja næstu :)

Bolirnir sem ég keypti.

Svo bara byrja mála! =)

og halda áfraaaaaaaaaaaaaaam

Reddý!

Svo bara líma steinana á, þeir eru miklu fallegri í alvuru en á mynd, sérstaklega í hræðilegu myndavélinni minni!
Svo klippti ég bara hálsmálið af bolnum og þá er hann tilbúinn :D Passið samt að klippa bara mjög lítið því gatið stækkar mjög auðveldlega !




Gangi ykkur vel :D

-StarB

10 comments:

  1. rosa flott!
    ég var búin að vera í 4 tíma að mála á sokkabuxur og þá kom HUGE lykkjufall á hina löppina. Very sad.
    Kannski maður ætti bara að prófa að gera svona fínan bol :)

    ReplyDelete
  2. váá æðislegur! snilld hjá þér!

    ReplyDelete
  3. Ótrúlega vel gert hjá þér :) Mega svalir bolir

    ReplyDelete
  4. Geðveikt!! Ohh þetta ætla ég sko að prófa.
    Takk fyrir að pósta þessu :)
    xx

    ReplyDelete
  5. Æði!! Er ekki enn byrjuð á mínum.. jú er búin að prenta út svölurnar fyrir nokkrum dögum en that's it haha:)

    -S

    ReplyDelete
  6. Hvar keyptir þú fatalitinn? Klessist hann eitthvað í þvotti eða dofnar hann bara?

    ReplyDelete
  7. keypti hann í litir og föndur á skólavörðustíg. Og ég held að hann eigi alveg að haldast ef maður fer vel eftir fyrirmælunum:) hef ekki þvegið minn ennþá þannig ég er ekki viss.

    ReplyDelete