Wednesday, August 25, 2010

problem solved!

Ég á ALLTOF mikið af fötum. Fataskápurinn minn var hreinlega að hrynja í sundur. Bókstaflega. Ein hurðin er dottin af og allar skúffurnar ónýtar. Eeeeeeen ég fór í rúmfatalagerinn í dag og keypti fataslá. Hún kostaði mig aðeins 2.300 kall! Vandamál mín eru leyst...í bili. Það er allt troðfullt núna og ég er að fara til London eftir viku og Köben eftir mánuð! Þarf þá sennilega aðra fataslá. haha.

Eyddi öllum deginum og kvöldinu í að taka til og raða og gera herbergið mitt fínt og kósy. Alltaf gott að hafa fínt í kringum sig :) Vona að þið hafið átt gott kvöld elsku dúllurnar mínar.

Eitthvað af bókunum mínum.
Elskulega fatasláin!

-StarB

4 comments:

  1. Vantar einmitt nýja fataslá! Gott að vita að þær séu svona ódýrara í rúmfó :)

    ReplyDelete
  2. Madonnu bókin er æði!

    ReplyDelete
  3. ég er einmitt með eina fataslá líka, finnst þær snilld, taka ekki það mikið pláss og eru fallegar að horfa á og raða fallegu fötunum sínum skipulega ;)

    ReplyDelete
  4. er búin að vera háð fataslám síðan ég var 17 ára vegna plássleysis, snilldarlausn! Ég var einmitt að taka alla kjólana mína og litaraða á fataslá, bara augnakonfekt!
    Góða ferð til london, öfund öfund :)
    x

    ReplyDelete